- Hagtíðindi
- 02. apríl 2009
- ISSN: 1670-4703
-
Skoða PDF
Nýnemar á háskólastigi á Íslandi voru 3.379 haustið 2007 og hafði fjölgað um 70,7% frá hausti 1997. Nýnemar eru þeir nemendur sem stunda nám á háskólastigi á Íslandi samkvæmt nemendaskrá Hagstofu Íslands og hafa ekki áður stundað nám á háskólastigi á Íslandi. Bráðabirgðatölur fyrir haustið 2008 benda til þess að nýnemar hafi verið 3.667, eða fleiri en nokkurt ár frá 1997.