Skráðir nemendur í framhalds- og háskólum haustið 2004


  • Hagtíðindi
  • 18. janúar 2005
  • ISSN: 1670-4703

  • Skoða PDF
Á hverju hausti safnar Hagstofa Íslands upplýsingum um nemendur í framhaldsskólum og háskólum á Íslandi. Birtar eru tölur um skráða nemendur í skólum eftir kyni, kennsluformi, námsbrautum og stöðu í námi. Nemendum fjölgar á hverju ári og haustið 2004 eru skráðir nemendur á framhaldsskóla- og háskólastigi fleiri en nokkru sinni fyrr eða 40.497. Skráðum nemendum í námi á háskólastigi hefur fjölgað um 92,0% frá haustinu 1997 en nemendum á framhaldsskólastigi hefur fjölgað um 19,8%.

Til baka