- Hagtíðindi
- 21. janúar 2011
- ISSN: 1670-4703
-
Skoða PDF
Haustið 2010 voru skráðir nemendur á framhalds- og háskólastigi 47.240. Í framhaldsskóla voru skráðir 27.351 nemendur og 19.889 nemendur í háskóla. Skráðum nemendum í skólum fækkaði um 3,1% frá fyrra ári en það er í fyrsta skipti sem nemendum fækkar milli ára síðan Hagstofa Íslands hóf að birta tölur um skráða nemendur haustið 1997. Fækkun nemenda milli ára var öll á framhaldsskólastigi en þar fækkaði skráðum nemendum um 7,9%. Nokkur fjölgun var hins vegar á háskólastigi eða um 4,3%.