Skráðir nemendur í framhalds- og háskólum haustið 2011


  • Hagtíðindi
  • 27. janúar 2012
  • ISSN: 1670-4703

  • Skoða PDF
Haustið 2011 voru skráðir nemendur á framhalds- og háskólastigi 48.723. Til náms á framhalds- og viðbótarstigi voru skráðir 29.389 og 19.334 til náms á háskóla- og doktorsstigi. Skráðum nemendum í skólum fjölgaði um 3,1% frá fyrra ári. Fækkun sem varð á síðasta ári er nú að mestu gengin til baka. Skráðum nemendum á framhalds- og viðbótarstigi fjölgaði um tæp 5% og nemendum á háskóla- og doktorsstigi um tæpt prósent. Hins vegar fækkaði nemendum grunnskóla sem sóttu nám í framhaldsskólum þriðja árið í röð.

Til baka