- Hagtíðindi
- 01. september 2006
- ISSN: 1670-4703
-
Skoða PDF
Á árunum 2000-2005 hefur kennurum fjölgað í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum á Íslandi. Alls störfuðu tæplega 10.800 starfsmenn við kennslu á þessum skólastigum í um 10.100 stöðugildum haustið 2005. Aldur kennara er einnig að hækka og lætur nærri að annar hver framhaldsskólakennari sé eldri en fimmtugur. Skólaárið 2005-2006 eru konur í fyrsta skipti í meirihluta kennara í framhaldsskólum.