Hverjir nota almenningssamgöngur?


  • Hagtíðindi
  • 04. maí 2015
  • ISSN: 1670-4584

  • Skoða PDF
Árið 2014 notuðu 17,8% Íslendinga almenningssamgöngur reglulega. Ekki var marktækur munur á körlum og konum. Notkun almenningssamgangna tengist efnahagsstöðu, en 30,5% af tekjulægstu tíundinni notuðu almenningssamgöngur samanborið við 12,3% af tekjuhæstu tíundinni. Þá notuðu 29,2% þeirra sem bjuggu á heimilum sem skorti efnisleg gæði almenningssamgöngur en 17,2% sem bjuggu ekki við slíkan skort.

Til baka