- Hagtíðindi
- 10. júlí 2008
- ISSN: 1670-4541
-
Skoða PDF
Árið 2007 var afli íslenskra skipa tæp 1.396 þúsund tonn, 73 þúsund tonnum meiri en árið 2006. Aflaverðmæti var rúmir 80 milljarðar króna og jókst um 5,4% frá fyrra ári. Stærsti hluti afla íslenskra fiskiskipa var unninn á Austurlandi, enda stórum hluta uppsjávaraflans landað þar. Aflakaupendur á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu keyptu mestan afla, að andvirði um 14,5 milljarða hvor.