Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2013


  • Hagtíðindi
  • 10. október 2014
  • ISSN: 1670-4541

  • Skoða PDF
Árið 2013 var afli íslenskra skipa tæp 1.363 þúsund tonn, 86 þúsund tonnum minni en árið 2012. Aflaverðmæti nam tæpum 153 milljörðum króna og dróst saman um 4,1% frá fyrra ári, eða um 2,2% ef mælt er á föstu verði. Stærsti hluti afla íslenskra fiskiskipa var unninn á Austurlandi. Verðmæti aukaafurða sem féllu til við vinnslu fiskaflans nam tæpum 5 milljörðum króna og jókst um 9,6% frá árinu 2012.

Til baka