Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2014


Árið 2014 var afli íslenskra skipa tæp 1.077 þúsund tonn, 286 þúsund tonnum minna en árið 2013. Aflaverðmæti nam rúmum 136 milljörðum króna og dróst saman um 11% frá fyrra ári. Stærsti hluti aflans var verkaður á Austulandi, að megninu til uppsjávarafli sem þar var landað. Stærstur hluti botnfiskaflans var unninn á höfuðborgarsvæðinu, 19,1% og á Suðurnesjum, 13,4%.

Til baka