- Hagtíðindi
- 15. ágúst 2016
- ISSN: 1670-4770
-
Skoða PDF
Árið 2015 var afli íslenskra skipa rúm 1.319 þúsund tonn, 243 þúsund tonnum meiri en árið 2014. Aflaverðmæti nam rúmum 151 milljörðum króna og jókst um 15% frá fyrra ári. Stærstum hluta afla íslenskra fiskiskipa var landað á Austurlandi, sem var að mestu uppsjávarafli. Stærstum hluta botnfiskaflans var landað á Norðurlandi eystra og á Suðurnesjum eða 35%. Af þorskaflanum fór mest í landfrystingu og kolmunni og loðna fóru að stærstum hluta í bræðslu. Verðmæti aukaafurða sem féllu til við vinnslu fiskaflans nam 5,6 milljörðum króna á árinu 2015 og jókst um 11,3% frá árinu áður.