- Hagtíðindi
- 02. mars 2009
- ISSN: 1670-4541
-
Skoða PDF
Í lok árs 2008 voru 1.529 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun og hafði þeim fækkað um 113 frá árinu á undan. Fjöldi vélskipa var alls 769 og samanlögð stærð þeirra 86.390 brúttótonn. Vélskipum fækkaði um 65 á milli ára og dróst flotinn saman um 5.266 brúttótonn. Togarar voru alls 60 og fækkaði um fjóra frá árinu á undan. Heildarstærð togaraflotans var 69.889 brúttótonn og hafði minnkað um 4.177 brúttótonn frá árinu 2007.