- Hagtíðindi
- 20. desember 2012
- ISSN: 1670-4541
-
Skoða PDF
Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegsins jókst milli áranna 2010 og 2011. Í fiskveiðum og -vinnslu hækkaði þetta hlutfall (án milliviðskipta) úr 28,9% í 30,3%, lækkaði í fiskveiðum úr 26,6% árið 2010 í 26,4% af tekjum árið 2011 og hækkaði í fiskvinnslu úr 16,1% í 19,1%. Hreinn hagnaður (EBT) í sjávarútvegi, samkvæmt árgreiðsluaðferð, nam 22,6% árið 2011 en 19,8% árið áður. Sé miðað við hefðbundna uppgjörsaðferð er niðurstaðan 17,1% hagnaður 2011.