Hagur veiða og vinnslu 2019


  • Hagtíðindi
  • 18. desember 2020
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Hagnaður fyrirtækja í fiskveiðum og vinnslu fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (verg hlutdeild fjármagns, EBITDA) sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegs hækkaði milli áranna 2018 og 2019. Frá árinu 2018 hækkaði hlutfallið (án milliviðskipta) úr 25,2% í 30,6%, það hækkaði í fiskveiðum úr 18% árið 2018 í 23,1% af tekjum árið 2019 og hækkaði í fiskvinnslu úr 14,8% í 15,9%. Hreinn hagnaður (EBT) þessara fyrirtækja, samkvæmt árgreiðsluaðferð, nam 19% árið 2019 samanborið við 12,2% árið áður. Í fjárhæðum nam hagnaðurinn 46,2 milljörðum króna eftir að gjaldfærð hefur verið árgreiðsla að fjárhæð 28,2 milljarðar. Sé miðað við hefðbundna uppgjörsaðferð er niðurstaðan 17,4% hagnaður 2019 eða 42,2 milljarðar króna, samanborið við 11,5% hagnað árið 2018 og 25,4 milljarða króna afgang.

Til baka