Heimsaflinn 2002
- Hagtíðindi
- 14. desember 2004
- ISSN: 1670-4541
- Skoða PDF
Heimsaflinn óx lítilsháttar á milli áranna 2001 og 2002 og var 93,2 milljónir tonna. Mest var veitt í Kyrrahafinu og stærsta einstaka fisktegundin var Perúansjósa. Kínverjar voru stærsta fiskveiðiþjóðin á árinu 2002 en Íslendingar voru í 11. sæti heimslistans, í öðru sæti veiðiþjóða á NA-Atlantshafinu og í 11. sæti veiðiþjóða á NV-Atlantshafinu.