Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2015


  • Hagtíðindi
  • 20. júní 2016
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Árið 2015 var verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða rúmlega 267 milljarðar króna og dróst saman um 6% frá fyrra ári. Er þar um að ræða samtölu útflutnings og birgðabreytinga sjávarafurða. Framleiðslan mæld á föstu verði dróst saman um 4%. Árið 2015 voru flutt út tæp 632 þúsund tonn samanborið við 654 þúsund tonn árið áður. Frystar afurðir skiluðu um það bil helmingi heildarútflutningsverðmætis. Af einstökum afurðum var verðmæti frysts þorsks mest 35,6 milljarðar króna en verðmæti ísaðs þorsks var 34,4 milljarðar króna. Af heildarútflutningi sjávarafurða voru 75% seld til Evrópu, 9,6% til Asíu og 8% til Norður-Ameríku.

Til baka