Útflutningur sjávarafurða 2003


  • Hagtíðindi
  • 16. júní 2004
  • ISSN: 1670-4541

  • Skoða PDF
Útflutningur sjávarafurða árið 2003 nam 809 þúsund tonnum að verðmæti 113,7 milljarðar króna. Frá árinu 2002 nemur samdráttur í magni 0,6% en 11,6% í verðmæti. Um helmingur verðmætis útfluttra sjávarafurða er vegna frystra afurða en sú einstaka afurð sem skilaði mestum verðmætum (útflutningstekjum) var blautverkaður saltfiskur úr þorski, alls 12,6 milljörðum króna. Evrópska efnahagssvæðið er mikilvægasta markaðssvæðið en þar voru á árinu 2003 seldar íslenskar sjávarafurðir fyrir 86,6 milljarða króna eða 76% heildaverðmætis útfluttra sjávarafurða.

Til baka