Ferðaþjónustureikningar 2009–2021


  • Hagtíðindi
  • 16. júní 2022
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 4,2% árið 2021 samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum ferðaþjónustureikninga, samanborið við 3,6% árið 2020. Á tímabilinu 2016 til 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn, nam hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu að jafnaði 8,1%. Erlendum komufarþegum til landsins fjölgaði ár frá ári á tímabilinu 2009 til 2018 og voru 2,8 milljón árið 2018 en fækkaði í kjölfar kórónuveirufaraldursins sem hófst árið 2020. Tæplega hálf milljón erlendra farþega kom til landsins árið 2020 og rúmlega 800 þúsund árið 2021.

Til baka