Fjármálareikningar: Fjáreignir og skuldir 2003-2011


  • Hagtíðindi
  • 27. mars 2013
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Samkvæmt niðurstöðum fjármálareikninga námu heildarfjáreignir innlendra efnahagsgeira íslenska hagkerfisins 21.301 milljarði króna í árslok 2011 en fjárskuldbindingar voru 30.544 milljarðar króna á sama tíma. Fjáreignir heimila og félagasamtaka námu 3.080 milljörðum króna í árslok 2011 og voru fjárskuldbindingar þeirra 1.692 milljarðar króna á sama tíma. Hreinar fjáreignir heimila og félagasamtaka jukust um 7,5% á milli 2010 og 2011 og stóðu í 1.388 milljörðum króna í árslok 2011.

Til baka