Fjármunaeignin 1997-2003


Hagstofan birtir nú endurskoðaðar tölur um fjármunaeign þjóðarbúsins og afskrift fjármunaeignar fyrir tímabilið 1997?2003. Fjármunaeign þjóðarbúsins reyndist nema 2.640 milljörðum króna árið 2003 og óx að raungildi um 2,6% frá fyrra ári. Frá árinu 1997 hefur fjármunaeignin vaxið að raungildi um 22,5% eða til jafnaðar um 3,4% á ári. Fjármunaeignin óx öll árin sem þýðir að fjármunamyndun ár hvert hefur reynst meiri en afskriftir af eigninni. Afskrift fjármunaeignarinnar var áætluð 102 milljarðar á árinu 2003

Til baka