Flokkun stofnanaeininga í þjóðhagsreikningum


  • Hagtíðindi
  • 30. nóvember 2020
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Í þessari greinargerð er fjallað um haggeiraflokkun stofnanaeininga í íslenskum þjóðhagsreikningum. Í greinargerðinni er fjallað um þann aðferðafræðilega grundvöll sem flokkun stofnanaeininga í mismunandi haggeira byggir á auk sérstakrar umfjöllunar um úrlausn álitamála sem tengjast afmörkun hins opinbera við gerð opinberra hagskýrslna hér á landi. Útgáfan er hluti af heildarendurskoðun tímaraða þjóðhagsreikninga. Endurskoðunin er í samræmi við samþykkta stefnu og leiðbeiningar Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, um reglulegar heildarendurskoðanir þjóðhagsreikninga og samræmda tímasetningu þeirra.

Til baka