- Hagtíðindi
- 07. júlí 2010
- ISSN: 1670-4762
-
Skoða PDF
Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 0,6% að raungildi frá 4. ársfjórðungi 2009 til 1. ársfjórðungs 2010. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 1,3%. Talið er að einkaneysla hafi dregist saman um 0,6% og fjárfesting um 15,6%. Þó var samdrátturinn ekki í öllum undirliðum fjárfestingar í ársfjórðungnum. Samdráttur varð í fjárfestingu atvinnuveganna um 22,8% og hjá hinu opinbera um 4,3%. Hins vegar varð aukning í íbúðarfjárfestingu um 4,1%.