Heilbrigðisútgjöld á Íslandi 1998-2010


  • Hagtíðindi
  • 14. apríl 2011
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Heildarútgjöld til heilbrigðismála árið 2010 námu 143,5 milljörðum króna eða 9,3% af landsframleiðslu og hafa þau lækkað frá árinu 2003 þegar þau námu 10,4% af landsframleiðslu. Hlutur hins opinbera var 115,6 milljarðar króna, 15,0% af útgjöldunum, en hlutur einkaaðila 27,9 milljarðar. Af heilbrigðisútgjöldum 2010 runnu um 55% til þjónustu sjúkrastofnana, þ.e. sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila, um 25% til þjónustu við ferlisjúklinga, 18% til lækninga- og hjúkrunarvara fyrir ferlisjúklinga og um 2,8% runnu til stjórnunar og annarra heilbrigðisþátta.

Til baka