- Hagtíðindi
- 19. mars 2004
- ISSN: 1670-4665
-
Skoða PDF
Áætlanir Hagstofunnar sýna að landsframleiðslan á árinu 2003 varð 806 milljarðar og óx að raungildi um 4,0% frá fyrra ári. Þessi vöxtur kemur í kjölfar 0,5% samdráttar á árinu 2002. Vegna lakari viðskiptakjara gagnvart útlöndum uxu þjóðartekjur nokkru minna eða um 2,6%.