- Hagtíðindi
- 09. september 2004
- ISSN: 1670-4665
-
Skoða PDF
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu 2003 varð landsframleiðslan 811 milljarðar króna, 4,4 milljörðum hærri fjárhæð en áætlað var í mars síðastliðnum. Mestu munar um meiri tekjur af útfluttri þjónustu en hún reyndist 3,4 milljörðum meiri en áður var talið en aðrir liðir hafa ýmist hækkað eða lækkað.