Landsframleiðslan 2006 - bráðabirgðatölur


  • Hagtíðindi
  • 12. september 2007
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Landsframleiðsla jókst að raungildi um 4,2% samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu 2006. Í áætlun frá því í mars síðastliðnum var talið að hagvöxtur á árinu 2006 hafi orðið 2,6%. Aukinn hagvöxt frá fyrri áætlunum má fyrst og fremst rekja til meiri fjárfestingar og samneyslu á árinu 2006 en áætlanir í mars bentu til en á móti vegur aukinn innflutningur. Hagvöxtur á árinu 2005 er nú talinn hafa verið 7,1% eða nánast sá sami og áður var talið.

Til baka