Landsframleiðslan 2007


  • Hagtíðindi
  • 13. mars 2008
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,8% á árinu 2007 samkvæmt áætlunum Hagstofunnar. Þessi vöxtur er nokkru minni en á árinu 2006 þegar hann nam 4,4%, og mun minni en árin tvö þar á undan, en vöxturinn nam 7,5% á árinu 2005 og 7,7% árið 2004. Vöxt landsframleiðslunnar á liðnu ári má öðru fremur rekja til verulegs vaxtar útflutnings, sem jókst um 11% (og enn meir að meðtöldum flugvélum, um 18%), og ríflega 4% aukningar einkaneyslu. Á sama tíma dróst fjárfesting saman um 14,9% og einnig vöruinnflutningur um 1,4%.

Til baka