- Hagtíðindi
- 05. mars 2010
- ISSN: 1670-4665
-
Skoða PDF
Landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 6,5% á árinu 2009 samkvæmt áætlunum Hagstofunnar. Þessi samdráttur varð eftir samfelldan hagvöxt frá og með árinu 1993 og er samdrátturinn sá mesti sem mælst hefur frá því að gerð þjóðhagsreikninga hófst á Íslandi árið 1945. Hagvöxtur á árinu 2008 er talinn hafa numið 1%.