Landsframleiðslan 2009 - endurskoðun


  • Hagtíðindi
  • 03. september 2010
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 6,8% samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu 2009. Í áætlun frá því í mars síðastliðnum var talið að samdrátturinn á árinu 2009 hafi numið 6,5%. Aukinn samdráttur frá fyrri áætlunum skýrist einkum af minni einkaneyslu og fjárfestingu en reiknað var með í mars en á móti vegur, að hluta til, minni samdráttur samneyslu og hagstæðari þróun utanríkisviðskipta.

Til baka