Landsframleiðslan 2011


  • Hagtíðindi
  • 08. mars 2012
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,1% á árinu 2011. Þessi vöxtur kemur í kjölfar mikils samdráttar tvö ár þar áður, 4% árið 2010 og 6,8% árið 2009. Landsframleiðsla á liðnu ári nemur svipaðri fjárhæð að raungildi og landsframleiðsla áranna 2006 og 2009. Þjóðarútgjöld jukust nokkru meira en nam vexti landsframleiðslu, 4,7%. Einkaneysla jókst um 4% og fjárfesting um 13,4% en samneysla dróst saman um 0,6%. Útflutningur jókst um 3,2% og innflutningur nokkru meira, um 6,4%.

Til baka