Landsframleiðslan 2013 - endurskoðun


  • Hagtíðindi
  • 19. september 2014
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,5% á árinu 2013. Hagvöxtur hefur ekki verið meiri frá árinu 2007 og hefur landsframleiðsla ekki verið hærri að raungildi frá árinu 2008. Utanríkisverslun dregur hagvöxtinn áfram því þjóðarútgjöld á árinu 2013 drógust lítillega saman eða um 0,3%. Einkaneysla og samneysla jukust hvor um sig um 0,8% en fjárfesting dróst saman um 2,2%. Útflutningur jókst um 6,9% og á sama tíma jókst innflutningur um 0,4% þannig að verulegur afgangur varð af vöru- og þjónustuviðskiptum á liðnu ári, eða 156 milljarðar króna.

Til baka