- Hagtíðindi
- 08. september 2017
- ISSN: 1670-4770
-
Skoða PDF
Vöxtur landsframleiðslunnar nam 7,4% að raungildi á árinu 2016 og er hún nú 11% meiri en árið 2008. Einkaneysla og fjárfesting vógu þyngst í vexti landsframleiðslunnar en alls jukust þjóðarútgjöld um 8,9%. Einkaneysla jókst um 7,1%, samneysla um 1,9% og fjárfesting um 22,8%. Árlegur vöxtur einkaneyslu hefur ekki mælst meiri frá árinu 2005.