Landsframleiðslan á 2. ársfjórðungi 2008


  • Hagtíðindi
  • 11. september 2008
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 5% að raungildi á 2. fjórðungi ársins 2008 frá sama fjórðungi árið áður. Á sama tíma má ætla að þjóðarútgjöld hafi dregist saman um 8% þar sem einkaneysla dróst saman um rösklega 3% og fjárfesting um tæp 26%. Samneysla óx hins vegar um tæp 4%. Þá er talið að útflutningur hafi vaxið um 25% en innflutningur hafi dregist saman um 12%. Þessi þróun veldur því að verulega dró úr halla á vöru- og þjónustuviðskiptum samanborið við 2. ársfjórðung 2007 og skýrir þessi mikli bati vöxt landsframleiðslunnar á sama tíma og þjóðarútgjöld dragast saman.

Til baka