Landsframleiðslan á 2. ársfjórðungi 2013


  • Hagtíðindi
  • 06. september 2013
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Landsframleiðsla á fyrstu sex mánuðum ársins 2013 jókst um 2,2% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins 2012. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, saman um 1%. Einkaneysla jókst um 1,2% og samneysla um 1,1%. Fjárfesting dróst hins vegar saman um 13%. Útflutningur jókst um 1,1% á sama tíma og innflutningur dróst saman um 4,6%.

Til baka