Skuldir, eignir og eiginfjárstaða einstaklinga 2012


  • Hagtíðindi
  • 30. ágúst 2013
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Í árslok 2012 voru samanlagðar skuldir einstaklinga 1.922 ma.kr. og höfðu aukist um 1,9% frá fyrra ári. Fasteignaskuldir voru 1.223 ma.kr. og aðrar skuldir voru 698 ma.kr. í árslok 2012. Hjón með börn skulduðu að meðaltali 25 m.kr. í árslok og áttu að meðaltali eignir að verðmæti 35 m.kr. Fjölskyldur á aldrinum 40-49 ára skulduðu mest allra aldurshópa í lok árs 2012. Samanlagðar skuldir þeirra voru tæplega 558 ma.kr. eða um 29% af heildarskuldum. Skuldir drógust mest saman hjá fjölskyldum á aldrinum 25-29 ára (6,7% að meðaltali) en jukust mest hjá aldurshópnum 67 ára og eldri (5,0% að meðaltali).

Til baka