Tekjur hins opinbera 1998-2009


  • Hagtíðindi
  • 03. nóvember 2010
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Tekjur hins opinbera hafa vaxið úr 35,4% af landsframleiðslu frá árinu 1980 í 48,0% árið 2006 er þær reyndust hæstar, en árið 2009 námu þær 40,9% af landsframleiðslu eða svipað og árið 1998. Tekjur ríkissjóðs hafa þróast með svipuðum hætti eða úr 28,3% af landsframleiðslu árið 1980 í 35,3% árið 2006 en fóru niður í 29,5% árið 2009. Tekjur sveitarfélaga hafa hins vegar aukist hlutfallslega mest á þessu tímabili eða úr 7,2% af landsframleiðslu 1980 í 12,6% árið 2009.

Til baka