Þjóðhagsspá 2010-2015 - endurskoðun


  • Hagtíðindi
  • 23. nóvember 2010
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 3% árið 2010, en vaxi um tæp 2% árið 2011. Samdráttur í einkaneyslu virðist lítill 2010, en einkaneysla vex næstu árin. Samdráttur í samneyslu heldur áfram næstu ár. Nokkur aukning verður í atvinnuvegafjárfestingu, jafnvel þótt ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum við álver í Helguvík fyrr en 2012. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum verður umtalsverður út spátímann enda verður gengi krónunnar áfram veikt þó að raungengið styrkist lítillega.

Til baka