- Hagtíðindi
- 30. júní 2023
- ISSN: 1670-4770
-
Skoða PDF
Reiknað er með að hagvöxtur verði 4% í ár og 2,5% árið 2024. Hagvöxtur síðasta árs var borinn uppi af innlendri eftirspurn en í ár er gert ráð fyrir auknu vægi utanríkisviðskipta. Á fyrsta ársfjórðungi jókst verg landsframleiðsla um 7% frá fyrra ári en gert er ráð fyrir hægari aukningu þegar líður á árið. Einkaneysla jókst um 4,9% á fyrsta fjórðungi ársins. Kjarasamningsbundnar launahækkanir og mikil fólksfjölgun studdu við einkaneyslu í byrjun árs. Búist er við hægari vexti einkaneyslu á komandi fjórðungum. Áætlað er að einkaneysla vaxi um 2,3% í ár og 2,2% árið 2024. Samneysla jókst um 1,7% að raunvirði á fjórðungnum. Gert er ráð fyrir að hún aukist um 2% í ár og 1,7% á næsta ári en að eftir það dragi úr vextinum.