Þjóðhagsspá að vetri


  • Hagtíðindi
  • 11. nóvember 2022
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Horfur eru á að hagvöxtur verði 6,2% í ár og 1,8% á næsta ári. Vöxtur einkaneyslu hefur verið kröftugur það sem af er ári og ferðaþjónusta vaxið hratt en verðbólga hefur aukist. Áætlað er að vöxtur einkaneyslu verði 7,6% í ár og 1,7% á næsta ári þegar hægir á eftirspurn. Mikill kraftur var í einkaneyslu á fyrri hluta ársins sem jókst um 9,2% á fyrsta fjórðungi og 13,5% á öðrum fjórðungi. Samhliða þessum mikla vexti hefur sparnaður heimila minnkað en mikill uppsafnaður sparnaður myndaðist í kórónuveirufaraldrinum sem heimilin geta nú nýtt. Samneysla óx um 1,8% á fyrri helmingi ársins. Búist er við að samneysluvöxtur verði hægari seinni hluta ársins og samneysla vaxi um 1,5%. Gert er ráð fyrir að enn hægi á aukningu samneyslu á næsta ári og að hún vaxi um 0,9%. Reiknað er með að vöxtur áranna 2024 og 2025 verði um 1% að jafnaði.

Til baka