- Hagtíðindi
- 25. mars 2025
- ISSN: 1670-4770
              
	      
              - 
		Skoða PDF
              
 
          
          Á síðasta ári hægði á hagvexti eftir mikinn vöxt árin á undan. Samkvæmt þjóðhagsreikningum jókst verg landsframleiðsla um 0,5% árið 2024. Horfur eru á 1,8% hagvexti í ár og að hann verði drifinn áfram af aukinni innlendri eftirspurn á meðan framlag utanríkisviðskipta verður neikvætt. Árið 2026 er talið að verg landsframleiðsla aukist um 2,7%, einkum vegna bata í utanríkisviðskiptum og aukinni einkaneyslu. Árið 2027 er reiknað með 2,8% hagvexti á breiðum grunni.