- Hagtíðindi
- 30. nóvember 2021
- ISSN: 1670-4770
-
Skoða PDF
Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 3,9% í ár. Efnahagsbati hófst á öðrum ársfjórðungi en landsframleiðsla hafði áður dregist saman fimm ársfjórðunga í röð. Ferðamönnum fjölgaði í sumar og staðan á vinnumarkaði batnaði. Horfur fyrir árið 2022 eru umtalsvert betri, meðal annars vegna meiri útflutnings sjávarafurða. Reiknað er með að hagvöxtur verði 5,3% á næsta ári.