- Hagtíðindi
- 04. nóvember 2024
- ISSN: 1670-4770
-
Skoða PDF
Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 0,1% í ár. Samkvæmt þjóðhagsreikningum dróst verg landsframleiðsla saman um 1,9% á fyrri hluta ársins sem einkenndist af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta og birgðabreytinga, m.a. vegna loðnubrests. Mestur var samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi en reiknað er með hagvexti á seinni hluta ársins, þá er gert ráð fyrir viðsnúningi í utanríkisviðskiptum og hóflegum vexti einkaneyslu. Árið 2025 er spáð 2,4% hagvexti sem byggist á áframhaldandi vexti einkaneyslu og bata í utanríkisviðskiptum. Árið 2026 er hagvöxtur áætlaður 2,7% og að vöxturinn verði á breiðum grunni.