Þjóðhagsspá í nóvember 2025


  • Hagtíðindi
  • 14. nóvember 2025
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Versnandi horfur í útflutningi lita hagvöxt næstu ára. Útlit er fyrir að hagvöxtur verði 1,7% í ár og 1,8% á næsta ári. Reiknað er með að innlend eftirspurn verði helsti drifkraftur hagvaxtar í ár en að fjárfesting láti undan á næsta ári meðan einkaneysla og samneysla vaxa áfram. Áætlað er að aukning einkaneyslu verði 3,2% að raunvirði í ár en vísbendingar eru um aukin útgjöld einstaklinga á þriðja ársfjórðungi. Spáð er að einkaneysla aukist um 2,4% á næsta ári og um 3% árið 2027 samhliða auknum efnahagsumsvifum. Samneysla jókst um 1,9% árið 2024 og hlutfall hennar af vergri landsframleiðslu var 25,9%. Gert ráð fyrir 1,7% vexti í ár og 1,2% árið 2026 en hægari aukningu næstu ár.

Til baka