Þjóðhagsspá, sumar 2013


  • Hagtíðindi
  • 28. júní 2013
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 1,7% á þessu ári en u.þ.b. 2,8% á ári frá og með 2014. Vöxtur einkaneyslu er talinn verða 1,9% í ár en um og yfir 3% á ári frá 2014. Samneysla eykst um hálft prósent á þessu ári, stendur því sem næst í stað 2014 og 2015 en eykst hægt eftir það. Fjárfesting dregst saman um 3,6% í ár en eykst um 14,1% á næsta ári þegar meiri kraftur verður í stóriðjufjárfestingu. Dregið hefur úr vexti eftirspurnar og fjárfestingar frá miðju ári 2012 en það, ásamt verri viðskiptakjörum, skýrir að mestu minni umsvif í hagkerfinu árin 2012 og 2013 en áður var reiknað með.

Til baka