Þjóðhagsspá, vetur 2012


  • Hagtíðindi
  • 02. nóvember 2012
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Landsframleiðsla eykst um 2,7% á þessu ári og 2,5% á næsta ári. Einkaneysla eykst á sama tíma um 3,5% en vöxturinn hægist tímabundið 2013 og verður 2,5% það ár. Samneysla stendur nánast í stað, dregst saman um 0,3% í ár en eykst um 0,3% á næsta ári. Vöxtur fjárfestingar verður 10,3% 2012 en um 4,3% árið 2013. Árið 2014 er gert ráð fyrir að fjárfesting vaxi um 19,7% og landsframleiðsla um 2,9%. Afgangur af utanríkisviðskiptum verður áfram myndarlegur meðan krónan er veik, þó hann minnki þegar líður á spátímann.

Til baka