Þjóðhagsspá, vor 2012


  • Hagtíðindi
  • 30. mars 2012
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Landsframleiðsla eykst um 2,6% árið 2012, einkaneysla um 3,1% og fjárfesting um 10,5%. Lítilsháttar samdráttur verður í samneyslu. Árið 2013 eykst landsframleiðsla um 2,5% en vöxtur einkaneyslu hægist og verður 2,4%. Árin 2013 og 2014 stendur samneysla nánast í stað. Gert er ráð fyrir hagvexti öll árin sem spáin nær til. Fjárfesting og neysla standa að baki hagvextinum, en fjárfestingarstigið verður eigi að síður lágt í sögulegu samhengi. Ekki er reiknað með að krónan styrkist að ráði og því verður áfram mikill afgangur af utanríkisviðskiptum enda þótt hann minnki.

Til baka