Þjóðhagsspá, vor 2014


  • Hagtíðindi
  • 11. apríl 2014
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2,7% árið 2014, 3% árið 2015 og nærri 3% árin 2016 til 2018. Vöxtur einkaneyslu verður 3,5% árið 2014, 3,3% árið 2015 og nálægt 3% árin 2016 til 2018. Samneysla eykst um 0,7% árið 2014, 0,8% 2015 en nær 2% árin 2016 til og með 2018. Atvinnuvega- og íbúðafjárfesting eykst talsvert til 2016, en stóriðjufjárfesting dregst saman árið 2017 sem dregur vöxt atvinnuvegafjárfestingar niður árin 2017 og 2018.

Til baka