- Hagtíðindi
- 09. maí 2008
- ISSN: 1670-4649
-
Skoða PDF
Árið 2007 voru fluttar út vörur fyrir 305,1 milljarð króna fob en inn fyrir 395,2 milljarða króna fob, 427,4 milljarða króna cif. Halli var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 90,1 milljarði króna fob en 158,5 milljarða króna halli var árið 2006. Verðmæti útflutnings jókst um 25,7% frá fyrra ári á verðlagi hvors árs en innflutningur dróst saman um 1,1%. Sjávarafurðir voru 41,8% alls útflutnings og jókst verðmæti þeirra um 2,6% frá fyrra ári, iðnaðarvörur voru 38,9% alls útflutnings og jókst verðmæti þeirra um 27,5%.