Vöruviðskipti við útlönd 2012


  • Hagtíðindi
  • 31. maí 2013
  • ISSN: 1670-4649

  • Skoða PDF
Árið 2012 voru fluttar út vörur fyrir 633,0 milljarða króna fob en inn fyrir 555,7 milljarða króna fob, 597,3 milljarða króna cif. Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd, reiknað á fob verðmæti út- og innflutnings, sem nam 77,3 milljörðum króna en 97,1 milljarða króna afgangur var árið 2011. Verðmæti vöruútflutnings jókst um 2,1% frá fyrra ári á gengi hvors árs og vöruinnflutningur jókst um 6,3%. Iðnaðarvörur voru 52,3% alls vöruútflutnings og minnkaði verðmæti þeirra um 1,3% á gengi hvors árs. Sjávarafurðir voru 42,4% alls vöruútflutnings, fimmta árið í röð með minni hlutdeild en iðnaðarvörur.

Til baka