Húsnæðisliður í vísitölu neysluverðs


  • Hagtíðindi
  • 26. mars 2024
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Hagstofa Íslands hefur um nokkurt skeið unnið að endurskoðun á húsnæðislið fyrir vísitölu neysluverðs. Aðferð einfalds notendakostnaðar sem notuð hefur verið til að meta reiknaða húsaleigu hefur í grundvallaratriðum reynst vel þegar litið er til lengri tíma þróunar. Til skamms tíma hafa hins vegar komið fram frávik sem yfirleitt hefur mátt rekja til þróunar á fjármálamarkaði sem hafa haft veruleg áhrif á reiknuðu húsaleiguna. Það er mat Hagstofunnar að þessi frávik séu of mikil til þess að hægt sé að réttlæta óbreytta aðferð. Ensk útgáfa: Housing component of the consumer price index https://hagstofas3bucket.hagstofa.is/hagstofan/media/public/2024/c39f4a02-0364-4bbc-9d21-9a9146b50c3b.pdf

Til baka