Rannsókn á útgjöldum heimilanna 2002-2004
- Hagtíðindi
- 24. janúar 2006
- ISSN: 1670-5718
- Skoða PDF
Niðurstöður úr óslitinni rannsókn á útgjöldum heimilanna eru nú birtar fyrir árin 2002-2004, á verðlagi ársins 2004. Sundurliðun er eftir heimilisgerð, búsetu, útgjalda- og tekjuhópum auk þess sem heildarniðurstöður eru bornar saman við niðurstöður áranna 2001-2003.